Krosslímdar timbureiningar – Gæði, hagkvæmni og hraði við byggingaframkvæmdina

Krosslímd timbureining (CLT) er plata, byggð upp af timburlögum sem eru límd saman þvert á hvert annað undir miklum þrýsingi. Með þessu móti fæst hátt burðarþol og nýtast timbureiningarnar sem burðarvirki bygginga í loft, þök og veggi. Timbureiningarnar koma tilsniðnar á byggingarstað tilbúnar til uppsetninga. Eftir uppsetningu eru timbureiningar í útveggjum einangraðar að utan og klæddar með klæðningu á burðarkerfi eða lektur. Timbureiningar í innveggjum og loftum eru annað hvort klæddar, t.d. með gipsplötum, eða ysta lag eininga látið halda sér.

Element ehf. er umboðsaðili KLH Massivholz GmbH á Íslandi. 

  • KLH er brautryðjandi í hönnun á krosslímdum timbureiningum á heimsvísu og er í dag einn stærsti framleiðandi þeirra í Evrópu.
  • Krosslímdar timbureiningar eru frábær kostur til þess að ná fram hagkvæmni og hraða við byggingaframkvæmdina.
  • Krosslímdar timbureiningar frá KLH eru CE merkt byggingavara (ETA-06/0138) og framleiddar skv. ISO 9001 gæðavottun með nákvæmni upp á +/-2 mm.
  • Það er vistvænt að byggja úr krosslímdum timbureiningum frá KLH þar sem notast er við endurnýjanlega skóga við framleiðsluna.